Viðburðir

Ýmsir viðburðir eru ár hvert haldnir á Skjöldólfsstöðum. Fyrstu helgina í júní er árleg opnunarhátíð með ýmsum viðburðum fyrir börn og fullorðna. Næstum árlega er haldið upp á afmæli Hákonar Aðalsteinssonar skálds þann 13. júlí. Fyrstu helgina í september er dansleikur sem Geirmundur Valtýsson hefur spilað á síðustu 20 ár.
Að auki eru viðburðir sem eru auglýstir sérstaklega.