Gisting

Á Skjöldólfsstöðum er rekið gistiheimili með 31 uppábúnu rúmi í 15 herbergjum og 5 svefnpokaplássum með aðgangi að eldhúsi. Þar eru 2 eins manns herbergi, 11 tveggja manna herbergi, 1 þriggja manna og 1 fjögurra manna herbergi.
Hægt er að fá barnarúm. Sameiginleg baðaðstaða og innifalinn er aðgangur að heitum potti og sundlaug.