Hákonarstofa

Í kringum aldamótin dvaldi Sigrún Benediktsdóttir, eiginkona Hákonar Aðalsteinssonar, í Þrændalögum í Noregi þar sem hún vann við skógarhögg. Þar sá hún tjald sem norskir skógarbændur höfðu smíðað. Skömmu síðar byggðu Hákon og Sigrún tjald í þessum stíl á Húsatanga í Fljótsdal þar sem sagan segir að Lagafljótsormurinn sé bundinn við festar. Þar var Hákon reglulega með uppákomur, sögustundir og fleira en ferjan Lagarfljótsormurinn sigldi þangað með ferðamenn frá Egilsstöðum og Atlavík. Eftir að Hákon lést þá reisti Stefán Geir Stefánsson, veiðifélagi Hákonar og vinur, Hákoni þetta minnismerki á Skjóldólfsstöðum. Hákonarstofa var vígð við hátíðlega athöfn sumarið 2009.

HákonarstofaHákonarstofaHákonarstofa