Lax og bleikja

Laxveiði er í Jökulsá að Steinboga við bæinn Gil. Með byggingu laxastiga sumarið 2012 mun opnast fyrir laxagöngu ofar í ánni. Hægt er að kaupa veiðileyfi hjá fyrirtækinu Strengir, strengir.is. Bleikjuveiði er í Jöklu víða á Jökuldal og fer sala veiðileyfa einnig fram hjá fyrirtækinu Strengir. Bleikjuveiði er í heiðarvötnum á Jökuldalsheiði. Sænautavatn er aðili að veiðikortinu og korthafar skulu skrá sig í Sænautaseli hjá Lilju Óladóttur sem er veiðivörður og umsjónarmaður á staðnum, s. 471-1086/892-8956.