Prenta

Hreindýr

Skrifað af Super User.

Skjöldólfsstaðir eru staðsettir á hreindýraveiðisvæði 2. Boðið er upp á leiðsögn, gistingu og nestun á Skjöldólfsstöðum fyrir hreindýraveiðimenn.

Prenta

Gæs og rjúpa

Skrifað af Super User.

Boðið er upp á gistingu og nestun á Skjöldólfsstöðum fyrir gæsa- og rjúpnaskyttur. Veiðitímabil fyrir gæs er frá 20. ágúst og fram eftir hausti. Rjúpnatímabilið fer eftir ákvörðun umhverfisráðherra hverju sinni. Staðarhaldari getur útvegað landleyfi.

Prenta

Lax og bleikja

Skrifað af Super User.

Laxveiði er í Jökulsá að Steinboga við bæinn Gil. Með byggingu laxastiga sumarið 2012 mun opnast fyrir laxagöngu ofar í ánni. Hægt er að kaupa veiðileyfi hjá fyrirtækinu Strengir, strengir.is. Bleikjuveiði er í Jöklu víða á Jökuldal og fer sala veiðileyfa einnig fram hjá fyrirtækinu Strengir. Bleikjuveiði er í heiðarvötnum á Jökuldalsheiði. Sænautavatn er aðili að veiðikortinu og korthafar skulu skrá sig í Sænautaseli hjá Lilju Óladóttur sem er veiðivörður og umsjónarmaður á staðnum, s. 471-1086/892-8956.